Ýttu ostinum upp
EasyCheese Ostabox með hreyfanlegum botni
EasyCheese gerir þér kleift að ýta ostinum upp eftir þörfum. Það hefur ýmsa kosti fram yfir plastpokana!
Engir fingur snerta ostinn ☝️
Minnkaðu snertingu við ostinn og tryggðu þannig meira hreinlæti.
Einfalt og fljótlegt að bera fram 🤌
Engir plastpokar að þvælast fyrir þér.
Nýttu ostinn betur 🤏
Þú nærð að nýta ostinn betur með því að sneiða hann niður þar til aðeins þunn sneið er eftir.
Ostabox
EasyCheese ostaboxið tekur klassísku ostakúpuna á næsta stig, það gjörbreytir því hvernig þú geymir og berð fram ost.
Aðrar vörur
Ostaskerar
Við seljum einnig hágæða ostaskera frá Boska. Hollenski framleiðandinn hefur fullkomnað ostaskerana sína í yfir 100 ár og framleiðir að okkar mati heimsins bestu ostaskerana úr ryðfríu stáli.
Ostahnífar
Við seljum einnig hágæða ostaskera frá Boska. Hollenski framleiðandinn hefur fullkomnað ostaskerana sína í yfir 100 ár og framleiðir að okkar mati heimsins bestu ostaskerana úr ryðfríu stáli.
FAQ
Algengar spurningar
Seljið þið til fyrirtækja og sveitarfélaga?
Það gerum við svo sannarlega! Við höfum nú þegar selt hinum ýmsu fyrirtækjum víðsvegar um landið. Ef þitt fyrirtæki/sveitarfélag hefur áhuga endilega sendu okkur póst á info@easycheese.is
Hvernig færi ég botninn aftur niður?
Botninn fer aðeins eina leið og það er upp. Þess vegna verður þú að ýta botninum alla leið upp úr boxinu og setja það síðan aftur í neðan frá.
Hvaða ostar passa í EasyCheese ostaboxið?
Það passa ostar allt að 1 kg. í EasyCheese ferkantaða boxið.
Okkar reynsla er sú að allir ferkantaðir ostar nema Sveitabiti passa í boxið. En Sveitabiti er yfirleitt rúmlega 1 kg. Það er þó einfalt að taka nokkrar sneiðar af honum til þess að hann passi betur.
Í EasyCheese hringlaga passa Havarti ostar.
Má boxið fara í uppþvottavél?
Já! EasyCheese ostaboxið má fara í uppþvottavél. Boxið þolir 70°C og við mælum með að setja það í efri grind uppþvottavélarinnar.
Úr hverju er EasyCheese?
Varan er gerð úr viðurkenndu ABS-T00 plasti fyrir matvæli. Plastið inniheldur engin aukaefni sem óæskileg eru í umbúðum fyrir geymslu matvæla, t.d. BPA/BPS.
Hvar er EasyCheese framleitt?
EasyCheese er norsk vara, hönnuð og framleidd í Noregi. Framleiðslan fer fram á Hurumlandet fyrir utan Osló sem þýðir að EasyCheese hefur fulla stjórn á gæðum og rekjanleika.