Hvað viltu vita?
Hér fyrir neðan finnur þú svör við þeim spurningum sem við fáum oftast. Ef þú ert að velta fyrir þér einhverju og finnur ekki svarið hér að neðan, vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að nota tengiliðaformið hér að neðan.
Seljið þið til fyrirtækja og sveitarfélaga?
Það gerum við svo sannarlega! Við höfum nú þegar selt hinum ýmsu fyrirtækjum víðsvegar um landið. Ef þitt fyrirtæki/sveitarfélag hefur áhuga endilega sendu okkur póst á info@easycheese.is
Hvernig færi ég botninn aftur niður?
Botninn fer aðeins eina leið og það er upp. Þess vegna verður þú að ýta botninum alla leið upp úr boxinu og setja það síðan aftur í neðan frá.
Hvaða ostar passa í EasyCheese ostaboxið?
Það passa ostar allt að 1 kg. í EasyCheese ferkantaða boxið.
Okkar reynsla er sú að allir ferkantaðir ostar nema Sveitabiti passa í boxið. En Sveitabiti er yfirleitt rúmlega 1 kg. Það er þó einfalt að taka nokkrar sneiðar af honum til þess að hann passi betur.
Í EasyCheese hringlaga passa Havarti ostar.
Má boxið fara í uppþvottavél?
Já! EasyCheese ostaboxið má fara í uppþvottavél. Boxið þolir 70°C og við mælum með að setja það í efri grind uppþvottavélarinnar.
Úr hverju er EasyCheese?
Varan er gerð úr viðurkenndu ABS-T00 plasti fyrir matvæli. Plastið inniheldur engin aukaefni sem óæskileg eru í umbúðum fyrir geymslu matvæla, t.d. BPA/BPS.
Hvar er EasyCheese framleitt?
EasyCheese er norsk vara, hönnuð og framleidd í Noregi. Framleiðslan fer fram á Hurumlandet fyrir utan Osló sem þýðir að EasyCheese hefur fulla stjórn á gæðum og rekjanleika.